A kvenna | Áhorfs partý í Minigarðinum
Klefinn.is og HSÍ og A-landsliðs kvenna bjóða í áhorfs partý á úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í Minigarðinum sunnudaginn 15. desember.
Partýið byrjar klukkan 16:00, þá ætlar Silja Úlfars sem er með hlaðvarpið Klefinn að ræða við leikmenn íslenska landsliðsins um Evrópumeistaramótið sem þær eru nýkomnar heim af.
Þá verður farið yfir liðin sem keppa í úrslitaleiknum sem hefst kl. 17:00, í hálfleik þá verður farið yfir leikinn ásamt því að draga út útdráttarvinninga. Þá verða gjafapokar meðan birgðir endast, fyrst koma fyrst fá.
Tilvalið að koma og borða með vinum og fjölskyldunni,
15% afsláttur verður á veitingum með kóðanum KLEFINN og hægt er að panta borð hér ef hópurinn vill sitja saman: https://www.minigardurinn.is/vidburdir#vidburdir
Vonumst til að sjá sem flest í handboltapartý á sunnudaginn.
Frítt inn og öll velkomin