A kvenna | Æfingamót í Tékklandi

Stelpurnar okkar hefja undirbúning sinn fyrir EM 2024 sem fram fer í lok nóvember með því að landsliðið heldur til Tékklands og tekur þátt í æfingamóti í borginni Cheb. Liðið leikur þar þrjá leiki gegn Tékklandi, Egyptalandi og Póllandi 26. – 29. september nk. Landsliðið kemur saman til æfinga á Íslandi föstudaginn 20. september og heldur af landi brott miðvikudaginn 25. sept.

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið eftirfarandi leikmenn fyrir verkefnið í Cheb:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (58/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (57/4)

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir, Fram (0/0)
Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (51/76)
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (51/71)
Eín Rósa Magnúsdóttir, Valur (18/43)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (11/19)
Elísa Elíasdóttir, Valur (14/13)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (14/11)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (23/18)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (47/88)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (89/65)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (77/169)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (136/398)

Landsliðið leikur síðan tvo vináttuleiki gegn Póllandi hér heima 25. og 26. október nk.