A kvenna | Æfingahópur fyrir undankeppni HM

A landslið kvenna kemur saman hér á landi 3. mars nk. til æfinga en liðið hefur þá undirbúning sinn fyrir tvo leiki í undakeppni HM 2025. Ísland leikur tvo leiki gegn Ísrael að Ásvöllum 9. og 10. apríl. Það lið sem vinnur sameiginlega í þeim tveimur leikjum tryggir sér sæti á HM 2025 sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í lok árs.

Þjálfarateymi A landslið kvenna hefur valið eftirfarandi leikmenn til æfinga að þessu sinni:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus (68/3)
Hafdís Renötudóttir, Valur (67/4)
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (9/0)

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (4/0)
Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (61/109)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (33/6)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (7/11)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (21/67)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (28/55)
Elísa Elíasdóttir, Valur (21/18)
Inga Dís Jóhannsdóttir, Haukar (0/0)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (22/11)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (8/13)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (24/10)
Lilja Ágústsdóttir, Valur (25/18)
Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (57/138)
Rut Jónsdóttir, Haukar (122/245)
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (33/145)
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukar (0/0)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (56/86)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (87/187)
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Stjarnan (4/2)