A karla | Undirbúningur fyrir HM 2025 hófst í dag

Strákarnir okkar komu saman á sinni fyrstu æfingu í morgun og hófst þá formlega undirbúningur liðsins fyrir HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Danmörku og Noregi.

Dagurinn byrjaði á góðum fundi liðsins með þjálfarateyminu þar sem varið var vel yfir skipulagið fram að móti, eftir fundinn var tekinn góð æfing í Víkinni.

Æft verður á Íslandi fram að hádegi 8. janúar en landsliðið heldur eftir hádegi af landi brott með Icelandair til Kaupmannahafnar og þaðan ferðast liðið til Kristianstad í Svíþjóð. Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikum, 9. janúar í Kristianstad og 11. janúar í Malmö.

13. janúar ferðast liðið frá Kaupmannahöfn til Zagreb í Króatíu en fyrsti leikur liðsins á HM 2025 verður gegn Grænhöfðaeyjum.