Strákarnir okkar léku síðari leik sinn í undirbúningi fyrir HM gegn Svíþjóð. Leikurinn fór fram í Malmö.

Fyrri hálfleikur spilaðist ekki eins og íslenska liðið vildi og leiddu Svíar allan fyrrihálfleikinn. Hálfleikstölur 14-11 Svíum í vil.

Það kom allt annað íslenskt lið út á gólfið í þeim síðari og staðan þegar 15 min voru eftir af leiknum 19-18. Íslenska liðið nær að jafna en dugaði ekki til því Svíar báru sigur úr býtum, 26-24.

Á morgun hefst undirbúningur fyrir fyrsta leik okkar á HM gegn Grænhöfðaeyjum sem er á fimmtudaginn.

Á mánudag ferðast svo liðið suður til Króatíu þar sem riðillinn og milliriðilinn er spilaður.