Strákarnir okkar spiluðu annan leik sinn á Heimsmeistaramótinu í Króatíu nú síðar í kvöld gegn Kúbu.
Frá fyrstu mínútu hafði íslenska liðið sýnt algjöra yfirburði á vellinum og eftir að hafa fengið 5 mörk á sig á fyrstu 8 mínútum leiksins setti íslenska vörnin í lás. Hófst þá 11-0 kafli hjá Íslandi á næstu mínútum en hálfleikstölur Ísland 21-9 Kúba.
Í síðari hálfleik náði Snorri Steinn að rúlla vel á hópnum og fengu allir leikmenn góðan spiltíma og enduðu leikar Ísland 40 – 19 Kúba.
Þetta þýðir það að Ísland er komið í milliriðil og jafnframt tryggt sér 2 stig inn í hann.
Markaskorarar Íslands voru eftirfarandi:
Þorsteinn Leó Gunnarsson 5/5
Orri Freyr Þorkelsson 5/6
Elliði Snær Viðarsson 5/5
Viggó Kristjánsson 4/4
Sigvaldi Björn Guðjónsson 3/4
Óðinn Þór Ríkharðsson 3/3
Bjarki Már Elísson 3/5
Aron Pálmarsson 3/3
Gísli Þorgeir Kristjánsson 2/3
Elvar Örn Jónsson 2/2
Sveinn Jóhannsson 2/2
Björgvin Páll Gustavsson 1/1
Janus Daði Smárason 1/2
Teitur Örn EInarsson 1/4
Viktor Gísli varði 8 skot og Björgvin Páll 6
Næsti leikur og jafnframt síðasti leikur H-riðils er gegn Slóveníu á mánudaginn kl 19:30.