A karla | Sigur í Grikklandi í dag

Strákarnir okkar sigruðu Grikki rétt í þessu sannfærandi með 25 – 34 sigri í þriðja leik liðsins í undankeppni EM 2026. Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og áttu Grikki fá svör bæði í vörn og sókn gegn íslenska liðinu.

Í síðari hálfleik hélt Ísland öruggri forustu en landsliðsþjálfarinn gat rúllað liðinu og fengu allir leikmenn Íslands góðar mínútur í dag. Ísak Steinsson, markmaður Íslands spilaði sinn fyrsta landsleik í kvöld.

Mörk Íslands í dag skoruðu:
Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Kristján Örn Kristjánsson 6, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Elliði Snær Viðarsson 4, Haukur Þrastarsson 3, Sigvaldi Björn Guðjónsson 3, Janus Daði Smárason 2, Stiven Tobar Valencia 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Orri Freyr Þorkelsson 1, Andri Rúnarsson 1, Benedikt Gunnar Óskarsson 1 og Björgvin Páll Gústavsson 1 mark.

Björgvin Páll Gústavsson varði 7 skot í leiknum og Ísak Steinsson 1 skot.

Liðin mætast að nýju á laugardaginn í Laugardalshöll, leikurinn hefst kl. 16:00 og er miðasala á www.midix.is