A karla | Sigur gegn Georgíu
Strákarnir okkar mættu Georgíu í annari umferð undankeppni EM 2026 í dag í Tbilisi. Jafnræði var með liðunum framan af leik en mest komst Ísland í 3 marka forustu. Georgía náði að jafna metin en Ómar Ingi Magnússon skoraðu úr vítakasti í leikslok og Ísland var með eins marks forustu í hálfleik 13 – 14.
Ísland hafði yfirhöndina í síðari hálfleik og náði mest fimm marka forustu. Leikurinn endaði með 25 – 30 sigri Íslands.
Mörk Íslands í kvöld skoruðu:
Ómar Ingi Magnússon 6, Janus Daði Smárason 6, Haukur Þrastarson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Bjarki Már Elísson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Viggó Kristjánsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1 og Elvar Örn Jónsson 1 mark.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 18 skot í leiknum.
Næsta leikur Ísland verður gegn Grikklandi þar ytra 12. mars og aftur gegn Grikkjum í Laugardalshöll 16. mars.
#handbolti #strakarnirokkar