A karla | Sigur gegn Bosníu í kvöld
Strákarnir okkar léku sinn fyrsta leik í kvöld í undankeppni EM 2026 þegar þeir mættu Bosníu í Laugardalshöll. Ísland byrjaði leikinn vel og komust strákarnir okkar í 4 – 1 stöðu í upphafi leiks. Jafnræði var með liðunum fram að hálfleik.
Síðari hálfleikur kvöldsins var spennandi og var jafnræði með liðunum framan af. Strákarnir okkar náðu sér á strik undir lok leiks og náðu að sigla í höfn 32 – 26 sigri gegn Bosníu.
Mörk Íslands í kvöld skoruðu:
Þorsteinn Leó Gunnarsson 8, Orri Freyr Þorkelsson 6, Ómar Ingi Magnússon 6, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Elvar Örn Jónsson 3, Janus Daði Smárason 3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 og Einar Þorsteinn Ólafsson 1.
Varin skot í kvöld: Viktor Gísli Þorgeirsson 6 og Björgvin Páll Gústavsson 2 skot.
Landsliðið heldur af landi brott á föstudaginn þegar liðið heldur til Georgíu en þar eiga þeir leik á sunnudaginn kl. 14:00 í beinni útsendingu á RÚV.