Strákarnir okkar léku gegn spræku liði Argentínu í dag en þetta var lokaleikur Íslands í milliriðli.
Eftir jafnar upphafsmínútur náði Ísland góðum kafla sem skilaði fimm marka forystu í hálfleik, 15 – 10
Síðari hálfleikur var í eign okkar manna og sigldi Ísland 9 marka sigri, 30 – 21.
Nú hefst biðin mikla en Ísland þarf að treysta á að Grænhöfðaeyjar tæki stig gegn Egyptum eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu í leik sem hefst kl 19:30.