A karla | Sigur á vellinum en tæknin með stríða okkur
Rétt í þessu lauk fyrri vináttuleik Grikklands og Íslands í Aþenu. HSÍ greip til þess ráðs að ráða útsendingarteymi þar ytra til að koma leikjunum til íslenskra áhorfenda í gegnum Handboltapassann. Því miður voru gæðin á útsendingunni ekki góð og styrkur streymis til Íslands þannig að sambandið við Handboltapassan rofnaði endurtekið. Unnið verður að því að bæta gæðin fyrir seinni vináttuleik liðanna sem fram fer á morgun kl. 17:15.
Strákarnir okkar unnu þrátt fyrir tæknivandamál í útsendingunni góðan sigur 32 – 21.
Markaskorarar í dag voru:
Óðinn Ríkharðsson 6, Viggó Kristjánsson 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Haukur Þrastarsson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Stiven Tobar Valensia 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Elvar Örn Jónsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 2, Janus Smárason 1, Andri Már Rúnarsson 1 og Einar Þorsteinn Ólafsson 1 mark.