A karla | Sannfærandi sigur í Tel Aviv í kvöld
Strákarnir okkar unnu sannfærandi 37 – 26 sigur í kvöld á Ísrael og eru þeir í 1. sæti 3. riðils þegar einn leikur er eftir í undankeppni EM 2024. Síðasti leikur liðsins er á sunnudaginn þegar þeir taka á móti Eistlandi í Laugardalshöll. Uppselt er á leikinn en hann hefst 16:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.