A karla | Miðasalan hafin á Ísland – Bosnía

Strákarnir okkar leika fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. nóvember gegn Bosníu. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Miðasalan á leikinn hófst í dag og fer hún fram á Tix, hægt er að kaupa miða með því að smella á tengilinn hér að neðan:
https://tix.is/event/18554/island-bosnia-undankeppni-em-2026

Fyllum Laugardalshöll og styðjum strákana okkar!