A karla | Miðasala á Ísland – Færeyjar
Strákarnir okkar leika tvo vináttuleiki gegn Færeyjum í Laugardalshöll 3. nóvember kl. 19:30 og laugardaginn 4. nóvember kl. 17:30. Miðasala á leikina hefst kl. 12:00 í dag á slóðinni https://tix.is/is/event/16418/island-f-reyjar/
Leikirnir við Færeyjar eru einu leikir liðsins hér heima áður en liðið heldur út í janúar til þátttöku á EM 2024. Frændur okkar Færeyjar tryggðu sér í fyrsta skipið þátttökurétt á stórmóti í handbolta og verða einnig með á EM og er því um verðugan andstæðing að ræða.
Leikirnir verða í opinni dagskrá á sjónvarpi Símans.
Fyllum Laugardalshöll og styðjum strákana okkar!