A karla | Miðasala á EM 2026
Á laugardaginn tryggðu strákarnir okkar sér sæti á EM 2026 þrátt fyrir að tveir umferðir séu enn eftir af undankeppni EM 2026. Mótið fer fram í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og spilar Íslands riðlakeppnina í Kristianstad og fari liðið í milliriðil þá verður hann spilaður í Malmö.
Mótshaldarar í Svíþjóð sendu frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem þeir óskuðu Íslandi til hamingju með að vera fyrst þjóða til að tryggja sig inn á EM 2026. Miðasalan á mótið fer vel af stað og er ljóst að fjöldi Íslendinga í Kristanstad verður mikill. HSÍ hefur enga milligöngu um sölu á miðum fyrir mótið og beinum við því áhugasömum að kaupa miða í gegnum mótshaldara. Tengil á miðasöluina má finna hér: https://www.eventim.se/en/artist/mensehfeuro2026/mens-ehf-euro-2026-kristianstad-dagsbiljetter-3696429/?affiliate=26H
Fjölmennum til Svíþjóðar og styðjum strákana okkar.