Nú þegar rúmur sólarhringur er í að Ísland hefji leik á HM í Króatíu eru þjálfarar og leikmenn að leggja lokahönd á undirbúning.
Síðustu dagar hafa farið í æfingar og fundi, en á morgun verður lokaæfing fyrir leikinn og fer hún fram í keppnishöllinni.
Strákarnir kíktu í viðtöl til þeirra fjölmiðla sem hafa lagt leið sína til Króatíu.
Á morgun er svo fyrsti leikur liðsins á HM en er hann gegn Grænhöfðaeyjum og hefst leikurinn klukkan 19:30.
Til að stytta íslendingum stundir og peppa lýðinn fyrir komandi mót mælum við með að hlusta á hlaðvarpið Landsliðin Okkar sem HSÍ sér um. Þættir koma út á sirka tveggja daga fresti en hægt er að nálgast fyrstu þrjá þættina á slóðinni hér undir.
https://open.spotify.com/show/2Px8fmWSi1wC3xnX46cZen?si=b3d87c8b3cce4e53