Íslenska karlalandsliðið lék fyrri vináttuleik sinn við Svíþjóð fyrr í kvöld í Kristianstad. Allir leikmenn í íslenska hópnum voru á skýrslu fyrir utan Aron Pálmarsson.

Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið stál í stál allt frá upphafs flauti en staðan í hálfleik 16-16. Síðari hálfleikur var eins, liðin skiptust á forustunni en þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum leiddi Ísland 31-29. Svíar minka munin í eitt mark og jafna síðan leikinn þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér það sem eftir var leiks og enduðu leikar 31-31 í hörku leik.

Markaskorarar íslands voru eftirfarandi:

Viggó Kristjánsson 6
Orri Freyr Þorkelsson 5
Arnar Freyr Arnarsson 4
Elvar Örn Jónsson 3
Ýmir Örn Gíslason 3
Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
Bjarki Már Elísson 2
Haukur Þrastarsson 2
Janus Daði Smárason 1
Óðinn Þór Ríkharðsson 1
Elliði Snær Viðarsson 1

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot og Björgvin Páll Gústavsson 3.

Ísland leikur seinni vináttuleik sinn við Svíþjóð á laugardag og hefst leikurinn kl. 15:00.