A karla | Góð æfing að baki

Rétt í þessu lauk æfingu hjá A landsliði karla í Chalkida í Grikklandi. Síðustu leikmenn liðsins skiluðu sér á hótelið seint í gærkvöldi og var þetta fyrsta æfing liðsins með fullskipaðan hóp. Þjálfarateymið byrjaði daginn með fundi þar sem farið var yfir verkefni morgundagsins og eftir hádegi í dag er það meðhöndlun og endurheimt með sjúkraþjálfurum liðsins.

Leikurinn gegn Grikklandi á morgun hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Á laugardaginn eigast Ísland og Grikkland við að nýju í Laugardalshöll kl. 16:00. Miðasalan er í fullugangi og stefnir allt í að það verði uppselt á leikinn. Miða er hægt að kaupa á www.midix.is