A karla | Fundur, æfing og fjölmiðlar
A landslið karla hélt æfingum áfram í dag en í morgun byrjaði dagskráin með góðum fundi þjálfarateymissins með liðinu og eftir hann fengu fjölmiðlar aðgang að leikmönnum og landsliðsþjálfaranum. Fjölmenn fjölmiðlasveit fylgir landsliðinu á HM en fulltrúar frá RÚV, Handbolti.is, Visir/Stöð2 og Mbl.is munu flytja fréttir af mótinu. Eftir að leikmenn höfðu rætt við fjölmiðla tók við góð æfing hjá liðinu.
Á morgun flýgur landsliðið eftir hádegi til Kaupmannahafnar með Icelandair og svo tekur við 90 mínútna rútuferð til Kristianstad í Svíþjóð. Ísland mætir Svíþjóð í Kristianstad á fimmtudaginn og í Malmö á laugardaginn. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.
