Íslenska landsliðið mætti Króatíu í kvöld á HM í stútfullri Zagreb Arena. Króatar tóku yfirhöndina snemma leiks og juku forystu sína jafnt og þétt í fyrri hálfleik. Hálfleikstölur Króatía 20 – 12 Ísland.
Íslenska liðið koma sterkara inn í þann síðari en dugði ekki til og 6 marka tap niðurstaðan, 32 – 26 heimamönnum í vil.
Næsti leikur og jafn framt sá síðasti hjá íslenska liðinu í milliriðlinum er á sunnudaginn klukkan 14:30 gegn Argentínu en þá ræðst hvort Ísland komist í 8 – liða úrslit mótsins.