A karla | Eistland eða Úkraína móttherja í umspili HM
Síðast liðna helgi var dregið í umspil HM 2025 sem fram fer í Króatíu, Noregi og Danmörku 14. janúar – 2. febrúar. Strákarnir okkar munu annað hvort mæta Úkraínu eða Eistlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM.
Eistland og Úkraína munu leika í forkeppni HM um miðjan mars og er það sigurvegarinn í þeirri viðureign sem mætir Íslandi. Umspilsleikirnir verða leiknir heima og að heiman í byrjun maí.