A karla | Breytingar á leikmannahópi

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur gert eina breytingu á leikmannahópi Íslands sem mæta Grikkjum á miðvikudaginn í Chalkida. Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock er frá vegna meiðsla og hefur Snorri kallað inn Björgvin Pál Gústavsson, Val inn í leikmannahópinn. Björgvin ferðaðist með starfsfólki landsliðsins til Grikklands en leikmenn liðsins koma saman í dag og morgun í Grikklandi og hefst þá formlegur undirbúningur liðsins. Leikurinn á miðvikudaginn hefst kl. 17:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Strákarnir okkar mæta svi Grikklandi í Laugardalshöll, laugardaginn 15. mars kl. 16:00. Leikurinn er fjórði leikur Íslands í undankeppni EM 2026 sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Miðasalan fer fram á MidiX á slóðinni: https://www.midix.is/is/landsleikur-islands-og-grikklands-15-mar-2025/eid/587

Fjölmennum í höllina og styðjum strákana okkar!!