A karla | Benedikt Óskarsson kallaður til Grikklands
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hefur kallað til Grikklands Benedikt Gunnar Óskarsson leikmann Kolstad í Noregi. 17 leikmenn verða því til taks fyrir þjálfarateymið í undirbúningi þeirra fyrir leik Íslands gegn Grikklandi á miðvikudaginn sem hefst kl. 17:00 og verðu í beinni útsendingu á RÚV.
Leikmenn Íslands munu fram eftir degi týnast inn einn af öðrum til borgarinn Chalkida sem er í um klukkutíma akstri frá Aþenu. Síðdegið mun þjálfarateymið funda með leikmönnum og í framhaldinu verður tekin létt æfing.