Strákarnir okkar hafa nú dvalið í um sólarhring í Kairó í Egyptalandi en fyrsti leikur þeirra á heimsmeistaramótinu er gegn Portúgal á fimmtudaginn kl. 19:30. 20 leikmenn ásamt starfsfólki flugu með Icelandair í gærmorgun til Kaupmannahafnar og þaðan áfram til Egyptalands.
Ferðalagið var langt og strangt og komu strákarnir seint á hótelið eftir ferðalagi. Dagurinn í dag hefur að mestu farið í það hjá þeim að safna kröftum og koma sér fyrir á hótelinu, seinni partinn æfðu þeir í keppnishöllinni.
Eftirtaldir leikmenn og starfsmenn eru í Egyptalandi fyrir Íslands hönd.
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 33/1
Björgvin Páll Gústavsson, Haukum 231/13
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 19/1
Bjarki Már Elísson, Lemgo 73/180
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 20/31
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 125/232
Magnús Óli Magnússon, Val 6/6
Elvar Örn Jónsson, Skjern 37/103
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 26/33
Janus Daði Smárason, Göppingen 48/69
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 182/719
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 8/14
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 49/133
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 13/26
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 116/338
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 30/55
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 54/69
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 7/7
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 146/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 44/20
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari
Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari
Tomas Svensson, markmannsþjálfari
Guðni Jónsson, liðsstjóri
Örnólfur Valdirmarsson, læknir
Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari
Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari
Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðlafulltrúi
Róbert Geir Gíslason, fararstjóri og framkvæmdastjóri HSÍ.
Leikir Íslands í riðlakeppni HM eru eftirfarandi:
Ísland – Portúgal 14. janúar kl. 19:30
Ísland – Alsír 16. janúar kl. 19:30
Ísland – Marokkó 18. Janúar kl. 19:30
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband af ferðalagi hópsins í gær.