A karla | 18 leikmenn kallaðir í næsta verkefni

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari tilkynnti í dag nöfn þeirra 18 leikmanna sem eru kallaðir til í næsta verkefni strákanna okkar. Ísland hefur leik í undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. nóvember kl. 19:30 gegn Bosníu. Síðan halda strákarnir okkar til Georgíu og leika þar sunnudaginn 10. nóvember. Miðasalan fyrir leik Íslands og Bosníu hefst þriðjudaginn 22. október kl. 12:00 á tix.is. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.

Þjálfarateymið hefur valið eftirfarandi leikmenn:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1)

Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)
Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)
Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)
Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)
Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)
Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)
Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)