Ísland og Marokkó mættust fyrr í kvöld í lokaleik F-riðils. Ekkert annað en sigur kom til greina og þannig tryggja 2 stig með í milliriðla.
Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en eftir að leikmaður Marokkó fékk rautt spjald tóku okkar menn völdin og náðu fljótlega 5 marka forystu sem hélst fram til hálfleiks, staðan 15-10 þegar liðin gengu til búningsklefa.
Marokkóar hófu síðari hálfleikinn af krafti en strákarnir okkar létu ekki slá sig útaf laginu og fljótlega var munurinn aftur orðinn 5-6 mörk. Á síðustu 15 mínútunum fóru tvö rauð spjöld á loft á leikmenn Marokkó og þá var eftirleikurinn auðveldur. Lokatölur 31-23 góður sigur hjá strákunum okkar sem tala með sér 2 stig í milliriðil.
Markaskorarar Íslands:
Ólafur Andrés Guðmundsson 6, Viggó Kristjánsson 6, Gísli Þorgeir Kristjánsson 5, Bjarki Már Elísson 4, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Kristján Örn Kristjánsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Arnar Freyr Arnarsson 1, Arnór Þór Gunnarsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1, Elliði Snær Viðarsson 1.
Björgvin Páll Gústafsson varði 14 skot og Ágúst Elí Björgvinsson varði 3.
Viggó Kristjánsson var valinn maður leiksins.
Leikjaplan Íslands í milliriðlinum er eftirfarandi:
Ísland – Sviss 20. janúar kl. 14:30
Ísland – Frakkland 22. janúar kl. 17:00
Ísland – Noregur 24. janúar kl. 17:00