Strákarnir okkar mættu Portúgal í dag á Ásvöllum og var leikurinn í undankeppni EM 2022. Portúgal byrjaði leikinn betur í dag og um miðjan fyrri hálfleik var staðan 3 – 6. Þegar blásið var til hálfleiks höfðu strákarnir okkar náð að minnka muninn og staðan 12 – 13.
Seinni hálfleikurinn hjá íslenska liðinu var frábær bæði í vörn og sókn, Ísland komst yfir í stöðunni 14 -13 bætu strákarnir í og leikurinn endaði 32 – 23.
Í fyrramálið halda strákarnir okkar til Kairó en fyrsti leikur þeirra á HM er gegn Portúgal á fimmtudaginn kl 19:30.
Bjarki Már Elísson var markaðhæstur í dag með 9 mörk, Elvar Örn Jónsson 5, Ómar Ingi Magnússon 3, Arnór Þór Gunnarsson 3, Elliði Snær Viðarsson 3, Janus Daði Smárason 2, Sigvaldi Björn Guðjónsson 2, Ólafur Guðmundsson 1, Viggó Kristjánsson 1, Kristján Örn Kristjánsson 1, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1 og Ágúst Elí Ágústsson varð 10 skot í leiknum og skoraði 1 mark.