A landsliðs kvenna | Forkeppni HM frestað fram í marsRétt í þessu tilkynnti skrifstofa EHF um frestun á öllum riðlum í forkeppni HM kvenna en stelpurnar okkar áttu að leika í Makedóníu í byrjun desember.
Helstu ástæður frestunarinnar eru allar tengdar Covid-19 faraldrinum; flugsamgöngur eru takmarkaðar Evrópu, undirbúningur er erfiður þar sem reglur um æfingar og keppni eru mismunandi á milli landa og auk þess er mikil áhætta er í því fólgin að fá allt að 100 manns víðsvegar úr Evrópu á sama staðinn og viðhalda þar sóttvörnum. Þá er alltaf hætta á frestun vegna smita sem greinast á leikstað.
Áætlað er að leikirnir fari fram 19.-21. mars 2021.