Á morgun verður dregið í riðla fyrir HM 2021 og fer athöfnin fram við píramídana í Giza í Egyptalandi.
32 þjóðir taka þátt í HM og verður leikið í fjórum borgum í Egyptalandi; í Alexandria er spilað í Handball Hall Borg Al Arab (5.000 áhorfendur), í Kaíró er spilað í Cairo Stadium Indoor Halls Complex (16.200 áhorfendur), í Giza er spilað í Handball Hall 6th of October (4.500 áhorfendur) og í New Capital er spilað í Handball Hall (7.000 áhorfendur).
IHF tilkynnti í júlí styrkleikaflokkana fyrir heimsmeistaramótið og er Ísland í 3. styrkleikaflokki í drættinum á morgun en drátturinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Styrkleikaflokkarnir eftirfarandi:
1. styrkleikaflokkur:
Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð.
2. styrkleikaflokkur:
Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland.
3. styrkleikaflokkur:
Ísland, Brasilía, Uruguay, Tékkland, Frakkland, Suður Kórea, Japan og Bahrain.
4. styrkleikaflokkur:
Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marrokó, lið 4 frá Suður Ameriku, Kongó, Pólland, lið 1 Norður Ameríka og Rússland.
Fyrst verður dregið úr 4. styrkleikaflokki, síðan kemur að styrkleikaflokki Íslands og svo er dregið úr 1. styrkleikaflokki. Þar sem mótshaldarar Egyptaland eru í 2. styrkleikaflokki fá þeir að velja sér riðil áður en dregið verður úr öðrum liðum þeirra styrkleikaflokks.
Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá drættinum á facebook síðu IHF og Youtube síðu IFH en slóðir á síðuna eru hér að neðan:
Facebook síða IHF: https://www.facebook.com/ihf.info
Youtube síða IHF: https://www.youtube.com/user/ihftv
Facebook síða HM 2021: https://www.facebook.com/handballegypt2021
Til baka