Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik tilkynnti rétt í þessu hvaða leikmenn skipa íslenska landsliðshópinn í Evrópukeppninni sem hefst í Danmörku á sunnudaginn. Íslenska liðið heldur utan í fyrramálið.

Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður Aue í Þýskalandi, eru fyrsta skipti í landsliðshópi sem fer á stórmót. Þá hefur Stefán Rafn Sigurmannsson ekki leikið á EM áður en hann kom við sögu á síðasta heimsmeistaramóti.

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði er í hópnum þó hann hafi glímt við meiðsli að undanförnu, sem og Arnór Atlason.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Aron Rafn Eðvarðsson, Guif

Björgvin Páll Gústafsson, Bergischer

Aðrir leikmenn:

Arnór Atlason, St.Raphael

Aron Pálmarsson, Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, París SG

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, Kiel

Gunnar Steinn Jónsson, Nantes

Kári Kristján Kristjánsson, Bjerringbro/Silkeborg

Ólafur Guðmundsson, Kristianstad

Róbert Gunnarsson, París SG

Rúnar Kárason, Hannover-Burgdorf

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, Minden

Þórir Ólafsson, Kielce

Þessir fjórir verða eftir en gætu verið kallaðir inn síðar:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer

Árni Steinn Steinþórsson, Haukum

Bjarki Már Elísson, Eisenach

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten

Tekið af mbl.is.