Núna um helgina er Handboltaskóli HSÍ fyrir krakka sem eru fædd árið 2000. Hvert félag hefur rétt á að senda 4 stráka og 4 stelpur í skólann, sem hefur verið starfræktur í rúmlega 20 ár. Félögin eru búin að senda inn nöfn á sínum iðkendum og er mjög góð þátttaka. Alls má reikna með því að um 130 krakkar mæti og æfi undir stjórn góðra þjálfara. Landsliðsmenn og konur munu mæta á æfingarnar, fylgjast með krökkunum og spjalla við þau.
Æfingarnar verða í Kórnum í Kópavogi sem hér segir:
Föstudagur 13.júní
Kl. 16:00-17:30 Strákar
Kl. 17:30-19:00 Stelpur
Laugardagur 14.júní
Kl. 09:00-10:30 Strákar
Kl. 10:30-12:00 Stelpur
Kl. 14:00-15:30 Strákar
Kl. 15:30-17:00 Stelpur
Sunnudagur 15.júní
Kl. 09:00-10:30 Stelpur
Kl. 10:30-12:00 Strákar
Síðan verður hópunum boðið á landsleikina Ísland-Slóvakía í kvenna, sem er kl. 14:45 á sunnudag og Ísland-Bosnía í karla, sem er kl.17:15 á sunnudag í Laugardalshöll.