Fyrri hálfleikur var ágætur hjá liði Íslands, stelpurnar spiluðu góða vörn og Elín varði 6 skot í hálfleiknum en staðan í hálfleik var 9-3. Í seinni hálfleik fór allt í baklás og þær Færeysku minnkuðu muninn jafnt og þétt. Íslenska liðið lék ekki nógu vel í sóknarleiknum og töpuðu mörgum boltum og fór svo að lokum að þær Færeysku jöfnuðu metin í síðustu sókn leiksins og endaði leikurinn 11 – 11.

Fátt var um fína drætti í sóknaleik liðsins og eiga þær mikið inni fyrir erfiðan dag á morgun en þá er leikið gegn Noregi kl. 8:30 og Rúmeníu kl. 14:30.

 

Mörk Íslands skorðu.

Ragnheiður Júlíusdóttir 4

Birta Sveinsdóttir 2

Elena Birgisdóttir 1

Díana Dögg Magnúsdóttir 1

Sigrún Ásgrímsdóttir 1

Thea Imani Sturludóttir 1

Arna Þyrí Ólafsdóttir 1

 

Markvarsla:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir 6 /1 víti (67%) 


Erla Rós Sigmarsdóttir 8 (50%)