U17 ára landslið kvenna tapaði í kvöld fyrir U17 ára landsliði Hollands. Leikurinn er liður í æfingaferð liðsins í Hollandi.
Stelpurnar okkar voru yfir 20-22 þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum en glutruðu frá sér forystunni með óþarfa tæknifeilum á lokamínútunum og töpuðu 25-22.
Mörk Íslands:
Sandra Erlingsdóttir 9 mörk
Andrea Jacobsen 7 mörk
Alexandra Diljá Birkisdóttir 2 mörk
Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 1 mark
Ásta Björt Júlíusdóttir 1 mark
Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1 mark
Sara Lind Stefánsdóttir 1 mark
Sunna Guðrún Pétursdóttir og Ástríður Glódís Gísladóttir stóðu í marki liðsins í dag og stóðu sig vel.
Liðið leikur aftur gegn Hollandi á morgun kl: 08:30 og ætlar sér að hefna fyrir tapið í dag.