Íslenskar getraunir og Handknattleikssamband Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til eins árs og Getraunir verða því áfram einn af aðal styrktaraðilum sambandsins. HSÍ hefur í áraraðir staðið fyrir einstaklega kraftmiklu starfi sem hefur vakið þjóðarathygli.
Afrekslega hafa landslið HSÍ verið í fremstu röð í heiminum í fjöldamörg ár og yngri landslið karla og kvenna eru mjög sterk um þessar mundir.
Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Getspár-Getrauna sagði við undirritun samningsins:
„ Það er sérstaklega ánægjulegt að endurnýja samninginn við HSÍ. Sambandið hefur verið leiðandi afreksíþróttasamband á Íslandi í mörg ár og samstarfið skiptir miklu máli fyrir báða aðila. Við viljum gera okkar til að treysta starfsgrundvöll HSÍ“ .
Undir samninginn rituðu Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Getspár-Getrauna og Einar Þorvarðarson framkvæmdastjóri HSÍ.