Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tryggði sér í kvöld sæti í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið eftir ár þegar það vann stórsigur á Makedóníu, 33:23, í fyrri viðureign liðanna í Laugardalshöll. Íslenska landsliðið hefur þar með unnið riðil þrjú í forkeppninni og úrslita síðari leiksins við Makedóníu í Skopje á næsta laugardag skipta ekki máli fyrir niðurstöðuna í riðlinum. Staðan í hálfleik var 17:12, Íslandi í vil.
Íslenska liðið byrjaði leikinna af miklum krafti og komst í 4:0 áður en Makedónía skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu. Tóninn var gefinn og í hálfleik var fimm marka munur, 17:12. Florentina Stanciu varði vel í markinu í fyrri hálfleik og vörnin var sterkt hjá íslenska liðinu gegn hægum sóknarleik landsliðs Makedóníu.
Íslenska landsliðið gerði endanlega út um leikinn með því að ná nú marka forskot, 22:13, eftir um fimm mínútur. Þar með voru úrslitn ráðin. Það sem eftir lifði leiks var um flugelda sýningu að ræða hjá íslenska liðinu. Góður 10 marka sigur var í höfn og áfanganum um HM umspil var náð.
Karen Knútsdóttir fór á kostum í íslenska landsliðinu og skoraði 14 mörk þótt hún hafi ekki leikið nema í 50 mínútur. Fleiri leikmenn léku mjög vel, jafnt í vörn sem sókn, ekki síst Florentina Stanciu markvörður, og varnarmennirnir Arna Sif Pálsdóttir og Sunna Jónsdóttir. Florentina varði vel og átti síðan margar frábærar sendingar fram völlinn sem skiluðu hraðaupphlaupsmörkum.
Tekið af mbl.is.