Stelp­urn­ar okk­ar í ís­lenska landsliðinu í hand­knatt­leik lögðu Makedón­íu, 28:22, í síðasta leik sín­um í undan­keppni HM en liðin átt­ust við í Skopje.

Þar með fékk ís­lenska liðið fullt hús stiga en Ísland vann bæði Ítal­íu og Makedón­íu í tvígang. Íslenska liðið var fyr­ir leik­inn í dag búið að tryggja sér sæti í um­spili en dregið verður í það eft­ir Evr­ópu­mótið sem hófst í Króa­tíu og Ung­verjalandi um helg­ina.

Kar­en Knúts­dótt­ir sem hef­ur farið ham­förum í leikj­um ís­lenska liðsins í undan­keppn­inni gat ekki spilað í dag vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Íslend­ing­ar voru skref­inu á und­an nær all­an tím­ann og sig­ur þeirra var sann­gjarn. Vörn­in með Sunnu Jóns­dótt­ur og Örnu Sif Páls­dótt­ur í broddi fylk­ing­ar sterk og Arna Sif var at­kvæðamik­il í sókn­inni sem og Ramu­ne Peker­skyte.

Mörk Makedón­íu: Zorica Despodovska 6/ 1, Elena Gj­eorgjievska 4, Sara Ristovska 4, Robert­ina Mecevska 3, Marija Shter­i­ova 1, Simona Stojanovska 1, Dus­hica Gjorgjievska 1, Jov­ana Sa­dovska 1, Dragica Mitrova 1. 
Var­in skot: Natasha Antijk 5, Iv­ana Zafirova 3. 


Utan vall­ar: 6 mín­út­ur

Mörk Íslands: Arna Sif Páls­dótt­ir 6, Ramu­ne Pek­ar­skyte 5, Brynja Magnús­dótt­ir 4/ 2, Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir 3, Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir 3, Birna Berg Har­alds­dótt­ir 3, Ásta Birna Gunn­ars­dótt­ir 2, Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir 1, Rut Arn­fjörð Jóns­dótt­ir 1. 
Var­in skot: Flor­ent­ina Grecu-Stanciu 12/ 1, Mel­korka Mist Gunn­ars­dótt­ir 5. 
*

Utan vall­ar: 4 mín­út­ur

Tekið af mbl.is.