Íslenska U21 árs landsliðið í handknattleik lagði Eista, 31:28, í lokaleik riðlakeppninnar fyrir HM í Brasilíu í dag eftir að staðan hafði verið 17:15 í hálfleik.
Ísland var með undirtökin allan leikinn en náði samt ekki að hrista Eista af sér. Liðið skapaði sér fullt af færum en fór illa með mörg þeirra. Markahæstur var Ómar Magnússon með 9 mörk, Adam Haukur Baumruk gerði 6 og Gunnar Malmquist Þórsson 5.
Ísland varð í öðru sæti í riðlinum á eftir Norðmönnum sem tryggðu sér sæti á HM í Brasilíu í sumar.
Tekið af mbl.is.