Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sem skipað er leikmönnum 17 ára og yngri tekur þátt í undankeppni EM í Þórhöfn í Færeyjum um helgina, en ekki hefur gengið þrautalaust að komast til Straumeyjar. Íslenski hópurinn er veðurtepptur í Kaupmannahöfn og verður þar degi lengur en ætlað var.
16-manna hópur Íslands er þannig skipaður:
Alexandra Diljá Birkisdóttir – Valur
Andrea Jacobsen – Fjölnir
Ástríður Glódís Gísladóttir – Fylkir
Elín Helga Lárusdóttir – Grótta
Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir – Fram
Elva Arinbjarnar – HK
Eyrún Ósk Hjartardóttir – Fylkir
Helena Ósk Kristjánsdóttir – Fjölnir
Karen Tinna Demian – ÍR
Lovísa Thompson – Grótta
Mariam Eradze – Fram
Ragnhildur Edda Þórðardóttir – HK
Sandra Erlingsdóttir – Hypo NÖ
Sunna Guðrún Pétursdóttir – KA/Þór
Þóra Guðný Arnarsdóttir – ÍBV
Þórunn Sigurbjörnsdóttir – KA/Þór
Þjálfarar liðsins eru þeir Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson, liðsstjóri er Guðríður Guðjónsdóttir og sjúkraþjálfari er Sædís Magnúsdóttir.
Íslenska liðið mætir heimastúlkum í fyrsta leik sínum í þessum undanriðli EM og hefst leikurinn klukkan 19 föstudaginn 13.mars. Klukkan 17 á laugardag, 14.mars, mætir Ísland Rússlandi og lokaleikur íslenska liðsins er gegn Tékklandi. Sá leikur fer fram á sunnudag, 15.mars, og hefst klukkan 17.
Tvö efstu lið riðilsins tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM, sem fram fer í Makedóníu 13.-23.ágúst á þessu ári.
Leikir íslenska liðsins verða sýndir í beinni útsendingu á netinu og verður streymistengill aðgengilegur á heimasíðu HSÍ.