Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn láta til sín taka á Evrópusviðinu á komandi dögum og vikum og láta að sér kveða bæði í EHF-bikarnum og Meistaradeildinni.
Guðjón L. Sigurðsson verður eftirlitsmaður á tveimur leikjum í EHF-bikarkeppni karla í Danmörku sama daginn, laugardaginn 14.mars. Fyrri leikurinn er viðureign Team Tvis Holstebro og MB Granollers á sá síðari er rimma Skjern og Vojvodina. Leikurinn í Skjern hefst um þremur klukkustundum eftir að leiknum í Holstebro lýkur, en að öllu jöfnu tekur um 40 mínútur að keyra á milli staðanna.
Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæma leik Haslem og Gorenje í EHF-bikarnum laugardaginn 21.mars, en leikurinn fer fram í Osló.
Gunnar K. Gunnarsson verður eftirlistmaður á Meistaradeildarleik Kolding og HC Prvo frá Zagreb í Bröndby sunnudaginn 22.mars. Vart þarf að minna á að Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, stýrir liði Kolding. Ef allt fer að óskum danskra mun Ólafur Indriði Stefánsson skunda til vallar í treyju Kolding þennan sunnudaginn.