Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir í dag Svisslendingum í æfingaleik, en liðið er í miðri æfingaferð sem er liður í undirbúningi þess fyrir undankeppni HM. Leikurinn í dag fer fram í Visp og hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.

Íslenski hópurinn er þannig skipaður:



Markmenn:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Grótta

Guðrún Ósk Maríasdóttir, FH

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir, BK Heid

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Karen Knútsdóttir, Nice

Ramune Pekarskyte, LE Havre

Rut Jónsdóttir, Randers

Sunna Jónsdóttir, BK Heid

Unnur Ómarsdóttir, Skrim

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers

Þórey Ásgeirsdóttir, Kongsvinger

Þjálfari liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson og aðstoðarþjálfari er Einar Jónsson.

Liðsstjóri er Þorbjörg J. Gunnarsdóttir og sjúkraþjálfari er Elín Björk Harðardóttir.

Ísland og Sviss mætast einnig á laugardag, þá í Zofingen.

Rétt er að benda áhugasömum á að íslensku landsliðsstúlkurnar halda úti bráðskemmtilegri myndasíðu á Instagram – 
https://instagram.com/stelpurnarokkar/. Meðfylgjandi mynd er einmitt af þeirri síðu.