Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur í riðli með Frakklandi, Þýskalandi og Sviss í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Svíþjóð í desember á næsta ári. Dregið var í riðla í Kristianstad í Svíþjóð í hádeginu í dag.

Leikirnir í undankeppninni fara fram 7.-11.október á þessu ári og 9.-13.mars og 1.-5.júní á næsta ári. Tvö efstu liðin í hverjum riðli tryggja sér sæti á EM í Svíþjóð og liðið með bestan árangur í þriðja sæti fylgir þeim eftir. Þegar árangur liðanna í þriðja sæti er metinn er tekið tillit til úrslita og stigasöfnunar gegn tveimur efstu liðunum í viðkomandi riðli. 

1.riðill:

Noregur – Rúmenía – Hvíta-Rússland – Litháen

2.riðill:

Serbía – Tékkland – Úkraína – Ítalía

3.riðill:

Spánn – Holland – Austurríki – sigurvegari úr forkeppniriðli A

4.riðill:

Svartfjallaland – Króatía – Makedónía – Slóvenía

5.riðill:

Ungverjaland – Pólland – Slóvakía – sigurvegar úr forkeppnisriðli B

6.riðill:

Danmörk – Rússland – Tyrkland – Portúgal

7.riðill:

Frakkland – Þýskaland –
Ísland – Sviss

Evrópumeistaramótið fer fram 4.-18.desember 2016 í Svíþjóð. Leikið verður í Stokkhólmi, Kristianstad, Malmö, Helsingborg og Gautaborg.