Íslensku U-21 strákarnir unnu í dag 31-24 sigur á Grikkjum í forkeppni Heimsmeistaramótsins.

Ísland tryggði sér sigur með frábærum kafla í seinni hálfleik.

Íslensku strákarnir skoruðu fyrsta mark leiksins og leiddu svo allan fyrrihálfleikinn. Í upphafi náðu Grikkir þó að hald í við strákana og var staðan 5-4 eftir 10 mínútur. Ísland skoraði þá 3 mörk í röð og náðu í þægilega forustu sem þeir héldu út hálfleikinn, staðan í hálfleik var 13-11 fyrir Íslandi.

Grikkir mættu mjög öflugir til seinni hálfleiks og jöfnuðu eftir 3 mínútur. Jafnræði var með liðunum næstu mínútur og komust Grikkir í fyrsta og eina skiptið yfir í stöðunni 17-18 eftir 40 mínútna leik. Á 43. mínútur fékk Ýmir Örn Gíslason að líta beint rautt spjald, og blátt spjald í kjölfarið. Það kveikti þó hressilega í okkar strákum sem breyttu stöðunni úr 19-18 í 25-19 á 50. mínútur, sex eitt kafli sem tryggði Íslandi örugga forustu sem þeir héltu út leikinn. Lokatölur 31-24

Ísland er því komið með 4 stig eftir 2 leiki.

Markaskorarar:

Óðinn Þór Ríkharðsson 9, Kristján Örn Kristjánsson 6, Elvar Örn Jónsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Leonharð Harðarson 3, Sturla Magnússon 3, Aron Dagur Pálsson 2, Sveinn Jóhannsson 1

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu EHF.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Facebook síðu HSÍ

Upptökur úr leiknum geti þið séð hér:

Fyrri hálfleikur

Seinni hálfleikur

Strákarnir fagna sigri í leikslok.

U-21 Ísland Grikkland 31-24 sigur! Serbía á morgun #hsi #handbolti

A video posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on


Minnum sem fyrr á samfélagsmiðlana okkar, 
Facebook
Twitter
Instagram og 
Vine. Og snapchat hjá strákunum sjálfum u96.strakarnir