Úrskurður aganefndar mánudaginn 8. maí 2017.
Eftirtalin mál lágu fyrir og voru tekin til úrskurðar:
1. Ásmundur Atlason leikmaður Gróttu/KR hlaut útilokun með skýrslu fyrir grófa óíþróttamannslega hegðun gagnvart dómurum eftir að leik Vals og Gróttu/KR í 3fl.ka. 06.05. 2017 lauk. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann.
2. Isabella María Eiríksdóttir leikmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu fyrir gróft brot í leik Vals og FH í 4.fl.kv. 07.05. 2017. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann bann.
3. Jakob Lárusson starfsmaður Vals hlaut útilokun með skýrslu fyrir óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum eftir að leik Vals og FH í 4.fl.kv. 07.05. 2017 lauk. Niðurstaða aganefndar er að starfsmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann.
Fleiri mál lágu ekki fyrir.
Úrskurðinn kváðu upp Gunnar K. Gunnarsson, Sverrir Pálmason og Arnar Kormákur Friðriksson. Sverrir vék af fundi þegar úrskurðað var í máli 1 þar sem hann er stjórnarmaður í KR.
Úrskurðurinn tekur gildi við birtingu á heimasíðu HSÍ.