Íslenska U-21 landslið karla hefur í dag leik á heimsmeistaramótinu í Alsír. Mótið fer fram í Algeirsborg sem er höfuðborg Alsír.

Leikið er í tveimur keppnishöllum, Salle Omnisport Harcha Hocine sem tekur 8200 manns í sæti og La Coupole D’Alger Arena sem tekur 3700 manns í sæti.

Leikir Íslands í riðlakeppninni, D riðli, fara fram í þeirri fyrrnefndu ásamt heimamönnum í Alsír, Króatíu, Sádí Arabíu, Argentínu og Marakó.

Ísland hefur leik kl. 17:00 í dag (18:00 að staðartíma) á móti Argentínu.

Argentína tók þátt í Suður Ameríku keppninni í mars og endaði í 2. sæti eftir tap á móti Brasílíu í úrslitum. Með því að lenda í 2. sæti tryggði liðið sér sæti á HM í Alsír.

Á HM U-19 í Rússlandi endaði Argentína í 21. sæti.

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins, www.algeriahandball2017.com

Leikurinn á að vera í beinni útsendingu á netinu, upplýsingar um slóð á leikinn ligga hinsvegar ekki fyrir.

Um leið og upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikinn liggja fyrir munum við tilkynna það.

Íslenska liðið

Markmenn

Einar Baldvin Baldvinsson

Grétar Ari Guðjónsson

Viktor Gísli Hallgrímsson

Útileikmenn

Arnar Freyr Arnarsson

Aron Dagur Pálsson

Birkir Benediktsson

Dagur Arnarsson

Elliði Snær Viðarsson

Elvar Örn   Jónsson

Hákon Daði Styrmisson

Kristján Örn Kristjansson

Óðinn Þór Ríkharðsson

Ómar Ingi Magnússon

Sigtryggur Rúnarsson

Ýmir Örn Gíslason

Þorgeir Bjarki Davíðsson

Starfsmenn

Ólafur Stefánsson, þjálfari

Sigursteinn Arndal, þjálfari

Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari

Sverrir Reynisson, liðsstjóri

Jóhannes Runólfsson, farastjóri

Fylgist endilega með okkur á samfélasmiðlunum,
Facebook,
Instagram og
Twitter.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

 

Hressir, á leið á æfingu í morgun Ísland Argentína kl 17 #handbolti #u21karla #algu21

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on