Ísland og Marakkó mættust í dag í 4. leik riðlakeppni heimsmeistaramóts U-21 landsliða.
Eftir rólegan fyrri hálfleik keyrðu íslensku strákarnir yfir lið Marakkó í síðari hálfleik.
Það voru ekki mikil læti í fyrri hálfleik, bæði lið virtust frekar róleg. Ísland leiddi þó allan fyrrihálfleik. Ísland komst í 4-2 og 6-3 og virtust ætla að keyra yfir Marakkómenn. Leikurinn jafnaðist hinsvegar og liðin skiptust á að skora. Í hálfleik var staðan 11-8 fyrir Íslandi.
Liðin mættu mun ferskari í seinni hálfleik en þann fyrri, sérstaklega þó það íslenska. Íslensku strákarnir spiluðu seinni hálfleikinn allan af fullum krafti og keyrðu gjörsamlega yfir Marakkó. Marakkómenn voru þó sjálfir hressari en í þeim fyrri. Sóknarleikur íslenska liðsins var allt annar en í fyrri hálfleik en auk þess komu fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum. Ísland var með 5 marka forustu eftir 40 mín, 17-12, 9 marka forustu eftir 50 mínútna leik, 26-17, og þegar upp var staðið var munurinn 17 mörk. Lokatölur 35-18 og glæsilegur seinni hálfleikur hjá Íslendingum.
Á morgun fá strákarnir frí en næsti leikur og jafnframt síðasti leikur riðlakeppninnar er mánudaginn 24.7. kl 11:00 á móti Króötum, sem eru eins og Ísland með fullt hús stiga í riðlakeppninni.
Markaskorarar Íslands:
Aron 6, Sigtryggur 5, Óðinn 5, Kristján 5, Elliði 5, Dagur 3, Hákon 2, Þorgeir 2, Ómar 2
Markvarsla:
Einar 18 (50%)
Nánari upplýsingar um leikinn á
heimasíðu IHF og
heimasíðu mótsins.
Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.
Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir