ÍBV er komið í 2-0 í einvíginu gegn Haukum eftir frábæran útisigur í kaflaskiptum leik þar sem heimamenn úr Hafnarfirðinu virtust ætla að valta yfir gestina í fyrri hálfleik og jafna metin í rimmunni með þægilegum sigri. En það var allt annað Eyjalið sem kom til leiks í þeim seinni, vörnin hrökk í gang og markvarslan með. Jafnt og þétt náðu gestirnir að vinna upp forskot Hauka, jöfnuðu leikinn þegar um 10 mínútur voru eftir og lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri að lokum, 22-25.
Frábær skemmtun og ekki við neinu öðru að búast þegar að liðin mætast aftur í Vestmannaeyjum á laugardag kl. 17.00 í þriðja leik liðanna en Haukar eiga þá í hættu á að verða sópaðir út úr einvíginu.
ÍBV – Haukar, laugardag kl. 17.00.
FH – Selfoss, laugardag kl. 19.30.
Tímasetningar leikja í úrslitakeppni Olísdeildar karla má sjá hér.
Allir á völlinn og styðjum okkar lið!