U-19 ára landslið karla vann bronsið á Sparkassen Cup í Þýskalandi með góðum sigri á Dönum í kvöld.

Eftir slæmt tap gegn Tékkum í undanúrslitunum rifu strákarnir sig í gang fyrir lokaleikinn og spiluðu frábæran bolta gegn danska liðinu. Strákarnir okkar höfðu sex marka forystu í í hálfleik (17-11) og unnu að lokum sannfærandi sigur, 24-29.
Frábær árangur en liðið varð fyrir töluverðum skakkaföllum fyrir mót þar sem nokkrir lykilmenn komust ekki með vegna meiðsla og veikinda. Næstu verkefni liðsins er 4 liða mót í Þýskalandi í júní og þá HM í Makedóníu í  byrjun ágúst.
Markaskorarar í leikjum dagsins:


Ísland – Tékkland

Hafsteinn Óli Ramos Rocha 3, Blær Hinriksson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 2, Einar Örn Sindrason 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Ísak Gústafsson 1, Eiríkur Þórarinsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot.


Ísland – Danmörk

Guðjón Baldur Ómarsson 6, Einar Örn Sindrason 6, Stiven Tobar Valencia 3, Blær Hinriksson 3, Ísak Gústafsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 2, Eiríkur Guðni Þórarinsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 1.

Svavar Sigmundsson varði 3 skot og Axel Hreinn Hilmisson varði 2.