Skrifstofa HSÍ mun hafa milligöngu með miðasölu á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar nk. 




HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. – 15. janúar. 

Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur pr dagsmiði. 



Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni.





Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is
og eru áhugasamir beðnir um að senda inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands. 





Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. September nk.  

Icelandair munu svo í næstu viku hefja sölu á pakkaferðum á leikina. 





Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ.


Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi: 


– 11.jan Danmörk – Ísland 

– 13.jan Ísland – Rússland

– 15.jan Ísland – Ungverjaland