Frábæru móti lokið hjá stelpunum okkar í U17 á EM B-deild á Ítalíu. Annað sætið raunin eftir sárt tap í vítakeppni á móti Tékklandi í dag. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma 28-28.





Andrea Gunnlaugsdóttir var valin maður leiksins í íslenska liðinu.





Ísland á tvo leikmenn í liði mótsins. Ásdís Þóra Ágústsdóttir var valin besti miðjumaðurinn ásamt því að vera markahæsti leikmaður mótsins. Rakel Sara Elvarsdóttir var valin besti hægri hornamaðurinn.





Mörk Íslands skoruðu: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 11, Ída Margrét Stefánsdóttir 7, Jóhanna Margrét Stefánsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Helga María Viðarsdóttir 1.





Andrea Gunnlaugsdóttir varði 14 skot í markinu í dag.





Virkilega flott mót hjá liðinu þar sem liðsheild og barátta einkenndi liðið allt mótið.