Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá 17 leikmenn sem fara á EM, leikmannahópinn má sjá neðst í fréttinni.

Liðið heldur út á fimmtudaginn en fyrsti leikur liðsins er laugardaginn 11. janúar kl. 17.15 en þá mæta Strákarnir okkar Dönum í Malmö Arena, leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland leikur í E-riðli á EM en tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil.

Leikjaplan Íslands í riðlinum má sjá hér:



lau. 11. jan.
kl. 17.15
Ísland – Danmörk 

mán. 13. jan.
kl. 17.15
Ísland – Rússland

mið. 15. jan.
kl. 17.15
Ísland – Ungverjaland

Leikmannahópur Íslands á EM:



Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Skjern 222/13

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 10/0

Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson Lemgo, 64/142

Guðjón Valur Sigurðsson, PSG 357/1857

Vinstri skytta:

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad 116/217

Aron Pálmarsson, Barcelona 141/553

Miðjumenn:

Elvar Örn Jónsson, Skjern 27/81

Haukur Þrastarson, Selfoss 13/16

Janus Daði Smárason, Aalborg 38/45

Hægri skytta:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Lowen 174/696

Viggó Kristjánsson, Wetzlar 3/4

Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer 106/315

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Elverum 21/39

Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, GOG 46/67

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 138/163

Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE 7/14

Ýmir Örn Gíslason, Valur 34/14